Einstaklingur
Einnig þekktur sem Gummi Jóns
Guðmundur Jónsson er búinn að starfa sem tónlistarmaður í meira en þrjá áratugi, aðallega sem lagasmiður og gítarleikari. Hann er einn af stofnendum hljómsveitarinnar vinsælu Sálin hans Jóns míns, sem hefur spilað á óteljandi tónleikum, gefið út ógrynni að efni og verið í samstarfi við mýmarga aðila eins og Sinfóníuhljómsveit Ísland, Borgarleikhúsið, Stórsveit Reykjavíkur og Gospelkór Reykjavíkur.
Gummi er líka í öðrum hljómsveitunum sem eru eins ólíkar eins og þær eru margar, sem hafa flestar gefið út plötur og verið duglegar til tónleikahalds. Má nefna þungarokksveitina Nykur, sveitabandið Vestanáttin, nýbylgjusveitin Trúboðarnir og kokteil-funk-tríóið A+. Hann hefur líka gefið út þrjár sólóplötur, þríleikinn; Japl, Jaml og Fuður og eftir hann liggur kynstur af stökum lögum með ýmsu listamönnum.
Gummi hefur haldið námskeið í lagasmíðum í gegnum tíðina og dulítið kennt á gítar. Tvisvar hefur hann fengið verðlaun fyrir besta lagið á Íslensku tónlistarverðlaununum og eitthvað hefur safnast fyrir af gull- og platínuplötum í gegnum tíðina.
Guðmundur er enn að...