Velkomin

Velkomin á síðuna islensktonlist.is  

Síðan er hluti af lokaverkefni þriggja aðila úr Háskólanum í Reykjavík, Arnþórs Snæs Sævarssonar, Einars Vals Aðalsteinssonar og Hilmars Kára Hallbjörnssonar.  Verkefnið var upprunalega skrifað í Java forritunarmálinu en nú er verið að færa það inn í þægilegra vefumsjónarkefi, þar sem áherslan er á gögnin en ekki kerfið sem liggur undir þeim.

Þessi vefur er mjög á frumstigi, en gögnin eru að megninu til rétt.  Textar sem eru á síðunni eru fengnir úr geisladiskabókum platnanna og er því eign þeirra sem hann rituðu.  Öll gögn, allar tengingar tónlistarmanna við lög, plötur og hljómsveitir eru að sama skapi fengnar þannig.

Ef þú hefur áhuga á því að aðstoða okkur við vefinn,  hvort sem er við gagnaöflun, forritun eða hönnun, endilega hafið samband við drupalviking@gmail.com