Sýn

Vefurinn er fyrir áhugafólk um íslenska tónlist sem vilja fá aðgang að sértækum og yfirgripsmiklum upplýsingum um tónlist og tónlistarmenn.

Með vefnum er hægt að skoða ættfræði íslenskrar tónlistar:  Upplýsingar sem tengjast lögum, laga- og textahöfundum, flytjendum, hljómsveitum, hljómplötum og hljómplötuútgáfum.

Hagnýtingin er að upplýsingar tengjast saman og geta tónlistanemar, tónlistarmenn og annað áhugafólk fundið allar útgáfur eins lags, alla sem komu að gerð lagsins, höfunda og útsetjara, um leið og hægt er að nálgast ferilskrá þeirra allra.

Ólíkt samkeppnisaðilunum:

  • tonlist.is sem einblínir á viðskiptalega hlutann á tónlistinni og inniheldur ekki alla íslenska tónlist, þá er megin tilvistarástæða islensktonlist.is ekki fjáhagslegur ávinningur heldur að vera hjúpur utan um þann menningararf sem íslensk tónlist er.
  • ismus.is sem einblínir á munnlega geymd ljóða og vísa, handrita og prentgagna þá mun islensktonlist.is gera grein fyrir verkum nútíma tónlistarsögu og þátt einstaklinga í hverju verk.  Með verki er átt við upptekin og útvörpuð verk.
  • gegnir.is sem er aðallega leitarkerfi fyrir bókasöfn landsins og geymir óvenslaðar upplýsingar um tónlistarmenn, þá er islensktonlist.is ætlað að vera sjálfstæð heimild upplýsinga.